• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit í 30 ára afmælismóti GO

Það kom loksins að því að hægt væri að halda innanfélagsgolfmót á Urriðavelli og dagurinn tók svo sannarlega vel á móti keppendum. Það hefur verið hefð fyrir því í gegnum árin að halda Greensome innanfélagsmót á þjóðhátíðardegi okkar en að þessu sinni var ákveðið að afmælismót GO fengu að eiga daginn og keppt var í höggleik og punktakeppni í flokkum karla og kvenna. Baldur okkar sá um að ræsa keppendur út og fangaði nokkuð mörg augnablik á filmu og hægt að smella á þennan hlekk hér til að skoða myndir af keppendum sem fóru sannarlega vel af stað og nokkrir kláruðu svo betur en aðrir og komast því á listann hér fyrir neðan og geta vitjað vinninga fljótlega.

Úrslit í mótinu urðu þessi

Karlar höggleikur

  1. sæti Sigurhans Vignir 74 högg
    30.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa
  2. sæti Tómas Sigurðsson 75 högg
    20.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa
  3. sæti Davíð Ómar Sigurbergsson 77 högg
    10.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa

Konur höggleikur

  1. sæti Auður Skúladóttir 82 högg
    30.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa
  2. sæti Ágústa Arna Grétarsdóttir 86 högg
    20.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa
  3. sæti Eydís Inga Einarsdóttir 86 högg
    10.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa

Karlar punktakeppni

  1. sæti Jónas Gestur Jónasson 42 punktar
    30.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa
  2. sæti Arnór Einarsson 38 punktar
    20.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa
  3. sæti Páll Kolka Ísberg 37 punktar
    10.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa

Konur punktakeppni

  1. sæti Kristín Hrönn Guðmundsdóttir 39 punktar
    30.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa
  2. sæti Halla Bjarnadóttir 38 punktar
    20.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa
  3. sæti Þyrí Halla Steingrímsdóttir 36 punktar
    10.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO + Gjafakarfa

Nándarverðlaun
4. hola – Davíð Ómar Sigurbergsson 1,26m – 10.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO
8. hola – Gunnar Guðjónsson 86cm – 10.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO
13. hola – Ívar Freyr Sturluson 1,9m – 10.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO
15. hola – Kristín Erna Guðmundsdóttir 2,29m – 10.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO

Lengsta teighögg
Kvenna – Auður Skúladóttir – 10.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO
Karla – Aron Laxdal Pálmason – 10.000 kr. gjafabréf í golfbúð GO

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur. Hægt er að vitja vinninga frá og með þriðjudeginum 20. júní, inneign í golfbúð GO verða færðar inn bókaðar inn á skuldunauta og hægt að taka út beint í golfbúðinni.

Golfklúbburinn Oddur

< Fleiri fréttir