06/08/2018
Það voru 92 keppendur skráðir til leiks á frídegi verslunarmanna í greensome afmælismótinu sem haldið var í blíðskaparveðri á Urriðavelli. Ræst var út af öllum teigum klukkan 9:00 og keppendur komnir í hús um 13:00 og verðlaunaafhendingu var lokið fyrir formlegt afmælisboð Golfklúbbsins Odds sem hefjast átti klukkan 14:00.
Úrslit úr mótinu urðu svo sem hér segir að sigurvegarar voru Guðmundur Ragnarsson og Jón Valdimar Guðmundsson en þeir léku völlinn á 67 höggum með forgjöf. Í öðru sæti á 69 höggum og þá betri seinni 9 holum en liðið í þriðja sæti (43 högg) urðu svo Gunnlaugur Magnússon og Margrét Aðalsteinsdóttir og í þriðja sæti Svavar Geir Svavarsson og Etna Sigurðardóttir 69 högg (44 högg) á seinni 9.
Nándarverðlaun féllu í skaut eftirfarandi aðila:
4. braut Gunnhildur Hauksdóttir 2,08
8. braut Guðmundur Ragnarsson 0,47
13. braut Úlfar Gíslason 4,85
15. braut Gunnlaugur Magnússon 2,17
Vinningshafar fá inneign í golfbúðinni á Urriðavelli, 1. sæti 2 X 12,500, 2. sæti 2 X 10,000, 3. sæti 2 X 7,500 og þeir sem eiga nándarverðlaun fá 5,000 kr. inneign. Við þökkum fyrir þátttökuna.
Baldur okkar náði nokkrum myndum á velli sem hægt er að skoða hér.