• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit í opnunarmóti GO 2021 (uppfært)

Golftímabilið á Urriðavelli hófst með fullbókuðu opnunarmóti GO sem leikið var við góðar aðstæður þrátt fyrir léttan vind og lágt hitastig enda skein sólin á keppendur nánast allan daginn. Það mátti greinilega finna góðan anda svífa yfir vallarsvæðið og greinilegt að aðalmálið var ekki endilega keppnin heldur að komast í golf enda biðin alltaf erfið frá hausti og fram á vor.

Um 170 keppendur voru skráðir til leiks og keppt var í punktakeppni með forgjöf í karla og kvennaflokki ásamt ásamt því að veitt voru verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna. Engin nándarverðlaun voru í boði enda ætlunin að fækka snertiflötum eins og frekast er kostur svona meðan covid – golfreglur eru í gangi.

Í punktakeppni karla lék Andrés Magnússon best allra og kom hann í hús á 39 punktum, í öðru sæti varð Hilmar Vilhjálmsson á 38 punktum en jafn honum í punktafjölda en með lakari seinni 9 holurnar var Eyvindur Sveinn Sólnes sem hafnaði þá í þriðja sæti.

Í punktakeppni kvenna lék Ingibjörg Bragadóttir best á 37 punktum, Bjarnheiður J Guðmundsdóttir hafnaði í öðru sæti á 36 punktum en skera þurfti út um það sæti á skirfstofubráðabana þar sem Bjarnheiður hafði betur á síðustu 9 holum vallarins gegn Ingibjörgu Sigurrósu Helgadóttur sem lék einnig á 36 punktum. Við biðjumst afsökunar á því að við fyrstu birtingu á frétt þá láðist að hafa kvennaflokk með í upptalningu og skrifast það á fréttaritara.

Í höggleik karla var jöfn og spennandi keppni en fjórir keppendur léku á 78 höggum, Davíð Arnar Þórsson varð þeirra hlutskarpastur á síðustu sex holum vallarins og hreppti hann því fyrsta sætið í höggleik karla.

Í höggleik kvenna sigraði Unnur Helga Kristjánsdóttir á 88 höggum.

Verðlaun í mótinu eru í formi inneignar í golfbúð Urriðavallar.

  1. sæti í punktakeppni og höggleik eru 20.000 kr. inneign í golfbúð GO
  2. sæti í punktakeppni er 15.000 kr. inneign í golfbúð GO
  3. sæti í punktakeppni er 10.000 kr. inneign í golfbúð GO

Við þökkum öllum keppendum fyrir þátttökuna og sjáumst í næsta móti.

< Fleiri fréttir