• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit í Voltaren Forte Open

Alls tóku 138 keppendur þátt í opna Voltaren Forte mótinu í dag sem haldið var við ágætar aðstæður þó það hafi rignt, blásið, verið sól og súld á köflum. Leiktíminn var flott í dag en síðasta holl kláraði leik á 4:15 sem verður að teljast gott.

Keppt var um efsta sætið í höggleik og þar sigraði Siggeir Vilhjálmsson en hann lék völlinn á 72 höggum.

Í punktakeppni sigraði heimamaðurinn Garðar Jóhannsson á 37 punktum í öðru sæti varð Þorsteinn Guðjónsson á 36 punktum en hann hafði betur á seinustu sex holunum gegn Halldóri Einir Smárasyni sem einnig var á 36 punktum.

Nándarverðlaun voru veitt á par 3 holum vallarins og eftirfarandi aðilar náðu verðlaunum.

4. braut
Guðrún Óskarsdóttir 1,13

8. braut
Pétur G. Árnason 87 cm

13. braut
Kjartan Matthías Antonsson 1,69

15. braut
Etna Sigurðardóttir 3,27

Vinninga er hægt að vitja á skrifstofu/afgreiðslu Urriðvallar á opnunartíma.

Við þökkum þeim sem okkur heimsóttu í dag innilega fyrir þátttökuna, Við þökkum einnig styktaraðilum mótsins Artesan fyrir stuðninginn og vonumst til að sjá ykkur aftur síðar.

< Fleiri fréttir