• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit úr afmælismóti GO

Það liggja loks fyrir úrslit úr afmælismóti GO sem haldið var 17. júní. Keppt var í höggleik og punktakeppni karla og kvenna. Í höggleik sigraði Theodór Sölvi Blöndal í karlaflokki á 75 höggum og Hrafnhildur Guðjónsdóttir sigraði í kvennaflokki á 81 höggi. Í punktakeppni karla sigraði Birgir Sverrisson á 38 punktum og í kvennaflokki sigraði Arna Rúnarsdóttir á 39 punktum.

Verðlaunahafar í 1 -3 sæti fá í verðlaun 10.000 (3. sæti), 15.000 (2. sæti) og 20.000 (1. sæti) inneign í golfbúðinni á Urriðavelli sem sett verður á reikning kylfinga.

Upplýsingar um aðra vinningshafa er hægt að skoða í skjalinu hér fyrir neðan eða með því að smella á þennan hlekk  Afmælismót GO – úrslit og verðlaunahafar 

Vinninga er hægt að vitja í afgreiðslu Urriðavallar.

Flott myndasafn er á myndasíðu GO og hægt að smella á þennan hlekk til að sjá það Myndasíða Golfklúbbsins Odds – Afmælismót 2018

Úrslit 17. júní 2018
< Fleiri fréttir