22/02/2022
Síðasta laugardag var haldið fyrsta innanfélagsmót GO í Golfhermum Golfhallarinnar á Granda og heppnaðist mótið einstaklega vel. Alls kepptu 49 kylfingar og aðstæður voru einstaklega góðar enda logn og blíða þegar leikið er innanhúss. Úrslit úr mótinu eru hér fyrir neðan og við ráðgerum að halda annað mót 12. mars og því um að gera að fylgjast með þegar það verður auglýst en skráning verður í mótakerfi golfbox. Við þökkum Golfhöllinni fyrir aðstoðina við mótauppsetningu og hvetjum okkar félagsmenn til að æfa sveifluna þar við kjöraðstæður.
1. SÆTI – Edvarð Vilhjálmsson 41 punktur
5000 kr. gjafabréf hjá BRIKK + ProV1 Trackman RCT boltar (3)
2. SÆTI – Davíð Ingimarsson 40 punktar (21 á seinni 9)
3000 gjafabréf hjá Gleðipinnum (rekstrarfélag fjölda veitingahúsa) + ProV1 Trackman RCT boltar (3)
3. SÆTI – Eðvarð Ingi Björgvinsson 40 punktar (20 á seinni 9)
ProV1 Trackman RCT boltar (3)
1. SÆTI – Hrafnhildur Guðjónsdóttir 34 punktar
5000 kr. gjafabréf hjá BRIKK + ProV1 Trackman RCT boltar (3)
2. SÆTI – Anna María Sigurðardóttir 33 punktar
3000 gjafabréf hjá Gleðipinnum (rekstrarfélag fjölda veitingahúsa) + ProV1 Trackman RCT boltar (3)
3. SÆTI – Ingibjörg Sigurrós Helgadóttir 30 punktar
ProV1 Trackman RCT boltar (3)
Hægt er að vitja vinninga á skrifstofu GO