• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit úr fyrsta Powerademótinu

Það var aldeilis jöfn og spennandi keppni í fyrstu umferð í liðakeppni GO þetta árið. Alls léku 19 lið af 20 skráðum liðum, þrjú lið voru jöfn og efst og samanlagt punktaskor tveggja bestu keppenda þeirra liða var 70 punktar. Til að úrskurða um sigurvegara er því leitað að þriðja besta skori liðs og þar var það liðsmaður Prinsanna sem skoraði best og skilaði því efsta sætinu fyrir sitt lið þó framlag efstu tveggja hafi vissulega ráðið miklu einnig. Þetta sýnir okkur vissulega að það er mikilvægt að allir liðsmenn skili skori til að möguleikar séu meiri ef lið eru jöfn.

Úrslit úr fyrsta mótinu voru því eftirfarandi:

  1. sæti Prinsarnir með 70 punkta
  2. sæti Hæg breytileg átt 70 punktar
  3. sæti Greenarar 70 punktar

Næsta mót er handan við hornið ef hinir mögnuðu Powerade veðurguðir leyfa okkur að halda áætlun. Mótið er mánudaginn 27. maí, leikið verður betra bolta fyrirkomulag þar sem tveir úr hverju liði leika saman og skráning er opin á golf.is

powerade-staða

< Fleiri fréttir