• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit úr Greensome gleði GO

Greensome gleði GO fór fram í dag, föstuudaginn 17.júní á Urriðavelli en sú hefð hefur skapast að nýta daginn í golf og gleði og fátt betra en að byrja daginn í léttum morgunverð og skella sér svo út á völl og svo biðu grillaðar lambalærissneiðar eftir keppendum að móti loknu. Mótið var þéttsetið og mættu 39 hjón/pör/liðsfélagar til leiks enda velkomið að skipa leikhópinn á þann hátt sem hverjum hentar. Veðrið lék við keppendur þótt spáin hafi ekki verið að sýna neina almenna gleði og þó það hafi rignt í stutta stund á átti sólin lengri kafla í dag og því hinn fínasti dagur. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 hollum vallarins og svo fengu sleggur kúbbsins að skína þar sem keppt var um lengstu teighögg karla og kvenna. Svavar Geir Svavarsson og Etna Sigurðardóttir unnu með glæsilegu skori eða 64 höggum nettó.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

1. Svavar Geir Svavarsson og Etna Sigurðardóttir 64 högg nettó

2. Ragnar Gíslason og Valgerður Torfadóttir 67 högg nettó (betri á seinni 9)

3. Björg Þórarinsdóttir og Örn Arnþórsson einnig á 67 högg nettó

Nándarverðlaun

4.braut: Arnór Ingi Bjarkason 1,27 m

8.braut: Ingibjörg St. Ingjaldsdóttir 0,88 m

13.braut: Valdimar Lárus Júlíusson 1,80 m

15.braut: Kristjana Óladóttir 1,19 m

lengsta teighögg kvenna á 11. braut Bergljót Þorsteinsdóttir

Lengsta teighögg karla á 11. braut Halldór Reynir Halldórsson

Golfklúbbur Oddur óskar vinningshöfum til hamingju með sinn árangur og þakkar kærlega fyrir vel heppnaða Golfgleði á 17.júní.

< Fleiri fréttir