• 1. Object
  • 2. Object

-4.8° - NA 1.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit úr Heimslistamóti GSÍ

Ragnar Már Garðarsson GKG og Bjarney Ósk Harðardóttir úr GR, sigruðu á öðru móti ársins á Heimslistamótaröð GSÍ sem fram fór á Urriðavellli dagana 23. – 24. ágúst.

Ragnar Már lék flott og gott golf og endaði hringina þrjá á -1 höggi undir pari og Bjarney Ósk sigraði nokkuð öruggleag enda ein í flokki að þessu sinni en hún lék hringina þrjá á 52 höggum yfir pari

Bjarney Ósk á fyrsta teig á Urriðavelli.

Í karlaflokki var nokkuð jöfn keppni en þeir Aron Snær og Ragnar Már Garðarsson voru jafnir á pari vallarins eftir tvo hringi og einu höggi frá þeim var Böðvar Bragi Pásson fyrir lokahringinn. Á lokahringnum sýndi Ragnar Már bestu tilþrifin og lék völlinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari og sigraði og Aron og Böðvar fylgdu honum eins og skugginn.

Heimslistamótin eru ætluð áhugakylfingum og gilda sömu forgjafarmörk og í stigamótum GSÍ, þ.e. 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum. Hámarksfjöldi keppenda er 30 manns og eru leiknar 54 holur á 2-3 dögum.

Tilgangur mótanna er að skapa frekari vettvang fyrir keppni afrekskylfinga á Íslandi og munu mótin gilda á heimslista áhugamanna.

Úrslitin í karlaflokki:

  1. Ragnar Már Garðarsson -1
  2. Aron Snær Júlíusson +1
  3. Böðvar Bragi Pálsson +3
  4. Daníel Ísak Steinarsson + 7
  5. Hákon Örn Magnússon + 18
  6. Svanberg Addi Stefánssonn + 21

Úrslitin í kvennaflokki:

1. Bjarney Ósk Harðardóttir, +18

< Fleiri fréttir