09/07/2017
Meistaramóti Golfklúbbsins Odds lauk laugardagskvöldið 8. júlí í blíðskaparveðri. Mótið stóð í alls átta daga og tóku um 220 kylfingar þátt í þessu stærsta innanfélagsmóti sem haldið er árlega hjá Golfklúbbnum Oddi.
Mótið þótti takast afar vel í ár með þeim breytingum sem gerðar voru sem aðallega fólust í því að lengja mótið um einn dag. Að sjálfsögðu voru Veðurguðirnir í aðalhlutverki og buðu bæði upp á blíðskaparveður og einnig rok og rigningu. Þeir keppendur sem létu ekki veðurspár hrekja sig frá mótinu voru almennt verulega ánægðir í mótslok og þó að allir hafi ekki náð að verða meistarar þá vorum við öll sigurvegarar á einn eða annan hátt.
Rögnvaldur Magnússon og Hrafnhildur Guðjónsdóttir eru klúbbmeistarar GO árið 2017 eftir sigur í meistaraflokkum karla og kvenna. Frábær árangur hjá þeim en þetta var fjórði titill Rögnvaldar og annar titill Hrafnhildar, við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
Helstu úrslit úr öllum flokkum má sjá hér að neðan. Einnig má sjá frábærar myndir frá ljósmyndaranum okkar, Helgu Björnsdóttur sem stóð sig frábærlega enn eitt árið við að fanga stemmniguna í mótinu.
Hlekkur á myndasíðu GO – Meistaramót GO 2017