• 1. Object
  • 2. Object

-3.6° - ANA 3.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit úr Opna Loch Lomond

Það var blíðskapar veður á Urriðavelli þegar Opna Loch Lomond mótið fór hér fram og mótið var vel sótt en um 160 keppendur léku völlinn við frábærar aðstæður. Við í Oddi erum afskaplega ánægð með að fá þann heiður að standa að þessu móti með fyrirtækinu K. Karlsson sem er umboðsaðili Loch Lomond á Íslandi og gaman frá því að segja að áætlað er að halda þetta mót hér á Urriðavelli næstu 4 ár. Aðalvinningur í mótinu er ferð á The Open sem hefst í Bretlandi á Carnoustie golfvellinum í þessari viku og þar er Haraldur Franklín Magnússon fyrstur íslendinga skráður til leiks sem gefur þessum vinningi aukið gildi. 

Sigurvegarar Loch Lomond 2018 eru Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Skúli Ágúst Arnarson en þau léku völlinn á 45 punktum. 

Mótsfyrirkomulag var betri bolti og keppt var um lengstu teighögg og nándarverðlaun skv. venju. Þar sem golf.is bíður ekki upp á skráningu á skori í þessu leikformi þá var einungis notast við golf.is til að yfirfara forgjöf og skor keppenda en skor liðsfélaga reiknað út í litla mótsstjóranum og hægt er að skoða úrslit hér fyrir neðan. Kerfið sýnir 1-3 sæti og aðrir raðast í sæti sem var jafnt að skori og viðkomandi hópur.

Helstu úrslit urðu eins og hér fyrir neðan sýnir en skjalið með skori allra má nálgast  hér

1.sæti Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Skúli Ágúst Arnarson 45 punktar
VIP ferð á THE OPEN í boði LOCH LOMOND
Innifalið: Flug á Saga Premium með Icelandair til og frá Glasgow, gisting í 2 nætur á 4* hóteli með morgunverði, ferðir til og frá flugvelli, aðgangur að Hospitality svæði á Carnoustie laugardag og sunnudag.**
2 x Loch Lomond Inchmurrin Single Malt 18.ára
2 x kassi af Krombacher bjór.
2 x gjafaaskja af Torres Gran Coronas rauðvíni ásamt karöflu.
2 x gjafakarfa í boði Ritter sport súkkulaði.
2 x gjafabref út að borða.

2. sæti Arnar Freyr Gunnarsson og Sigurður Árni Gunnarsson 44 punktar 24 á seinni 9
2 x Loch Lomond Inchmurrin Single Malt 12.ára
2 x kassi af Krombacher bjór.
2 x af Bolla Amarone Valpolicella rauðvíni.
2 x af Magnum Valdo Prosecco freyðivíni.
2 x gjafakarfa í boði Lindor.

3. sæti Guðmundína Ragnarsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir á 44 punktar 18 á seinni 9
2 x Glen Scotia Cambeltown Double Cask Single Malt
2 x kassi af Krombacher bjór.
2 x af Magnum Valdo Prosecco freyðivíni.
2 x gjafakarfa í boði Cirio.

Nándarverðlaun á 4. Braut Jósef Kristinn Ólafsson 42 cm
Nándarverðlaun á 8. Braut Njörður Ludvigsson 2,29 m
Nándarverðlaun á 13. Braut Einar Ingvar Jóhannsson 2,02 m
Nándarverðlaun á 15. Braut Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir 81 cm

Lengsta teighögg karla Skúli Ágúst Arnarson
Lengsta teighögg kvenna Hrafnhildur Guðjónsdóttir
Næst miðlínu Haraldur Jens Guðmundsson

 

< Fleiri fréttir