• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit úr stóra innanfélagsmótinu

Þvílíkur dagur sem boðið var uppá á annan í hvítasunnu á Urriðavelli, ekki nóg með að kylfingar væru hér að sýna sínar bestu hliðar þá lék veðrið við alla gesti alla helgina og völlurinn skartar sínu fegursta alla daga og verður bara betri og betri með hverjum deginum.

Í mótinu var keppt í þremur flokkum og aðalverðlaun í hverjum flokki voru ferð til Póllands þar sem þrír keppendur verða fulltrúar GO í klúbbakeppni á Sand Valley golfvellinum í Póllandi í ágúst. Í höggleikskeppni mætti Rögnvaldur “golfkennari” Magnússon og sýndi hvers vegna hann er núverandi klúbbmeistari og lék völlinn á 73 höggum af öryggi og sigraði höggleikinn. Í punktakeppni í flokki kylfinga undir 18 í forgjöf var hörkukeppni og þar léku Björn Sigurðsson og Andreas P. D. Petersson best á 38 á punktum en Björn bar sigur úr býtum á einum punkti betra skori á seinni níu holunum. Í flokki yfir 18 í forgjöf sigraði Sigríður “DíDí” Ásgeirsdóttir á glæsilegum 41 punkti í sínu fyrsta opna golfmóti, framtíðar kylfingar þar á ferð.

Önnur úrslit í mótinu og vinningar eru listaðir upp hér, hægt er að nálgast alla vinninga á skrifstofu GO á skrifstofutíma.

Höggleikur
1. sæti Rögnvaldur Magnússon 73 högg, – ferð til Sand Valley
+ Prosecco flaska
2. sæti Hrafnhildur Guðjónsdóttir 78 högg – FJ leisure golfskór frá ÍSAM
+ Prosecco flaska
3. sæti Hafsteinn E Hafsteinsson 80 högg* – Brunch á Satt Restaurant
+ Prosecco flaska
* þrír leikmenn jafnir á 80 höggum en Hafsteinn var bestur á síðustu 6 holum vallarins og tekur því þriðja sætið.

Punktakeppni undir 18,0 og undir í forgjöf
1. sæti Björn Sigurðsson 38 punktar*, – ferð á Sand Valley + Prosecco flaska
2. sæti Andreas Peter David Petersson 38 punktar – FJ flex golfskór frá ÍSAM
+ Prosecco flaska
3. sæti Sigurbjörn Rúnar Jónasson 36 punktar – Brunch á Satt Restaurant
+ Prosecco flaska
* Björn hafði betur á fleiri punktum á seinni 9 holum vallarins.

Punktakeppni yfir 18,1 í forgjöf
1. sæti Sigríður “DíDí” Ásgeirsdóttir 41 punktur – ferð á Sand Valley
+ Prosecco flaska
2. sæti Jón Eiríksson 39 punktar* – FJ Flex golfskór frá ÍSAM
+ Prosecco flaska
3. sæti Rósa Pálína Sigtryggsdóttir 39 punktar – Brunch á Satt Restaurant
+ Prosecco flaska
*Jón, Rósa og Halla Bjarnadóttir voru öll með 39 punkta en seinni níu holurnar réðu röðun í verðlaunasæti í þessum flokki.

Lengsta teighögg karla – Andreas Peter David Petersson
Tvær hvítvínsflöskur og 5000 kr. gjafabréf á matsölustaðinn Pítan

Lengsta teighögg kvenna – Hrafnhildur Guðjónsdóttir
Tvær hvítvínsflöskur og 5000 kr. gjafabréf á matsölustaðinn Pítan

Næst holu vinningshafar fá í verðlaun fyrir sinn árangur gjafabréf á matsölustaðinn Roadhouse að andvirði 2000 kr. og tvo bíómiða í Laugarásbíó.
4. braut Baldvin Kristján Baldvinsson 62 cm
8. braut Skorri Óskarsson 71 cm
13. braut Teitur Gylfason 2,34 m
15. braut Guðjón Steinarsson 43 cm

Við þökkum öllum keppendum fyrir að taka þátt og við afsökum að teiggjöf hafi ekki verið afhent enn við afsökum okkar á því að sólstingur og góðviðri hafi ollið því að það gleymdist og lofum því að það verði bætt upp síðar þó vissulega það komi þá ekki í hlut allra nema auðvitað ef þeir sem tóku þátt verði svo áhugasamir að taka þátt þegar við bætum upp þessi mistök okkar.

< Fleiri fréttir