01/06/2019
Urriðavöllur skartaði sínu fegursta þegar ZO•ON OPEN 2019 var leikið við góðar aðstæður og til leiks voru mættir 175 keppendur. Leikið var í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Rúnar Arnórsson lék Urriðavöll á 67 höggum og sigraði höggleikinn og í punktakeppni skaraði heimamaðurinn Skorri Óskarsson fram úr öðrum keppendum og skilaði sér í hús á glæsilegum 41 punkti.
Fjöldinn allur af verðlaunum var svo í boði á ýmsum brautum vallarins og hægt að lesa sig til um hverjir hlutu vinninga í skjali hér neðar í fréttinni. Þess má geta að á 18. braut voru tveir leikmenn með boltann sinn á miðlínu og til að skera úr um hvor myndi hljóta þann vinning var dregið um það og þann vinning hlaut Björgvin Sigurðsson en þar var um 100.000 króna vinning að ræða. Sem sárabót fyrir þann sem laut í lægra haldi í þeim drætti ætlum við í GO að veita honum hring fyrir tvo á Urriðavöll sem hægt að er nálgast á skrifstofu GO.
Við þökkum þeim sem okkur heimsóttu í dag fyrir komuna og vonum að allt hafi verið samkvæmt væntingum og vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá sem flesta hér aftur í sumar. Við verðum með tvö glæsileg mót í júní, annað þeirra miðnæturmót Úrval Útsýn og svo Opna Loch Lomond mótið í lok mánaðarins. Við færum ZO•ON þakkir fyrir þeirra glæsilega framlag og flotta umgjörð og það er staðfest að þeir verða hér aftur að ári.
Úrslit-ZO-ON-201915745