• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit í ZO-ON OPEN 2018

Það var frábær mæting og skráning í ZO-ON OPEN 2018 en hingað á Urriðavöll sóttu okkur heim um 190 keppendur. Veðrið var millt en sólin og hitinn voru ekki alveg að spila með okkur þennan dag en heilt yfir var þetta í lagi og þótt ótrúlegt sé þá var þetta í raun fyrsta mót sumarsins enda höfðum við þurft að fresta öllum öðrum mótum fram að þessu.

Í höggleikskeppni hafði Guðmundur Ágúst Kristjánsson sigur en hann lék völlinn á 70 höggum og í öðru sæti varð Kristján Þór Einarsson á 74 og Hákon Harðarson endaði í þriðja sæti á 76 höggum. 

Í punktakeppni varð Ágústa Kristjánsdóttir sigurvegari en hún og tveir aðrir keppendur voru jöfn með 37 punkta en hún átti bestu seinni 9 holur af þeim og stóð því uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti varð Atli Valur Arason og í þriðja sæti Vernharð S. Þorleifsson. Í verðlaunaafhendingu eftir mótið var niðurstaða mótsins lesin upp miðað við stöðu að loknu móti en þegar mótið var gert upp þegar húsið var orðið tómt breyttust úrslit og við yfirferð á mótinu í dag af mótanefnd er það ljóst að úrslit eru eins og hér að ofan eru tilgreind. Í ljós kom að forgjöf nokkurra keppenda var röng og hafði það áhrif á úrslitin. Við biðjumst afsökunar eins og forseti GSÍ gerir líka og munum að leiðrétta þetta vonandi í sáttt með keppendum sem eiga í hlut. 

Það er gaman frá því að segja að einn keppandi fór holu í höggi í mótinu en þar var á ferð Guðmundur Sigurjónsson úr GS en hann var heitur þennan dag og nældi sér í tvenn nándarverðlaun. 

Nándarverðlaun féllu í skaut eftirfarandi:

4. hola Guðmundur Sigurjónsson GS 53 cm

8. hola Þyrí Valdimarsdóttir NK 25 cm

13. hola Guðmundur Sigurjónsson GS – HOLA Í HÖGGI

15. hola Vilhjálmur Birgisson GL 89 cm

17. hola Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 87 cm (næst í tveimur höggum)

Lengstu teighögg fóru svo til Hafdísar Öldu Jóhannsdóttur á 9. braut hjá konum og hjá körlum á 18. braut sló Kristján Þór Einarsson lengst. 

 

Við þökkum styrktaraðilum mótsins fyrir þeirra framlag og þökkum kylfingum fyrir þeirra komu og vonumst að sjálfsögðu til þess að mótið verði endurtekið að ári liðnu. 

 

kv. mótanefnd GO

< Fleiri fréttir