03/10/2022
Nú styttist í að golfvertíðin klárist og vallarstarfsmenn eru á fullu að nýta næstu vikur í að klára þau verk sem gera völlinn betri á næsta ári. Núna í fyrstu viku október mun vallarstjóri gata flatir (Vertidrain) sem hefur nokkuð mikil áhrif á leik, þörf er á að loka holum tímabundið á meðan unnið er á hverri flöt og þurfa kylfingar þá að víkja og hætta leik á þeirri holu áður en slegið er inn á flötina ef leikur er hafinn þar sem vallarstarfsmenn hafa fullt forræði á flötinni. Einfalt að færa sig og skrifa fugl á skorkortið.
Unnið er við lagfæringu á göngustíg á fyrstu holu og því færist teigur framar þar, unnið er að uppbyggingu á teig á 3. braut og því færast teigar fram meðan unnið er á því svæði. Áætlað er að fara einnig í uppbyggingu á teig á 7. braut og munu teigar því einnig verða færðir framar þar til að ekki skapist hætta af golfleik þar sem starfsmenn eru við vinnu.