• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Veitingasala lokar og þjónustutími í skála styttist

Golftímabilinu 2023 fer nú senn að ljúka og eins og eðlilegt er á þessum tíma árs þá dregur úr starfsemi í klúbbhúsinu og Öðlingur mathús hefur lokað sínum veitingastað en við munum halda áfram að veita þjónustu í afgreiðslu Urriðavallar eitthvað fram í miðjan október eða eins og veður leyfir. Opnunartími til viðmiðunar er 9:00 – 19:00 en við skoðum bókanir og tökum einn dag í einu næstu vikurnar og veitum eins góða þjónustu og mögulegt er.

Salerni á Urriðavelli sjálfum fara að loka og við munum tilkynna það sérstaklega þegar þeim lokar alfarið.

Meðan drykkja og smávöru nýtur við í veitingasölu munu starfsmenn skála gera sitt besta í að selja þær vörur ef kylfingar þurfa á hressingu að halda og kaffi verður á könnunni.

Urriðavöllur er opinn fyrir félagsmenn og gesti, en við búumst við að hefja götun á flötum vallarins frá og með 2. október sem mun hafa einhver áhrif á leik. Við hvetjum félagsmenn og aðra til að fylgjast með í rástímabókun Golfbox ef um tímabundnar lokanir er að ræða en þar verða settar inn tilkynningar um stöðu mála og einnig reynum við að uppfæra stöðuna á facebook síðu GO.

Æfingasvæði okkar er áfram opið alla daga vikunnar, hægt er að versla bolta á opnunartíma afgreiðslu en alltaf hægt að kaupa stakar körfur beint úr boltavél.

Skrifstofa klúbbsins er opin alla virka daga frá kl. 09-16 og geta félagsmenn alltaf haft samband við okkur þangað ef eitthvað er.

< Fleiri fréttir