• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vel heppnaður vorfundur GO

Vorfundur Golfklúbbsins Odds fór fram síðastliðinn sunnudag. Afar góð mæting var á fundinn en yfir 150 manns mættu á fundinn og troðfylltu golfskálann á Urriðavelli. Ingi Þór Hermannsson, formaður GO, stýrði fundinum og var farið yfir fjölmörg mál. Farið var yfir stöðu Urriðavallar en vonast er til að opna völlinn þann 15. maí næstkomandi. Það veltur þó talsvert á veðri næstu daga og vikur. Jafnframt var greint frá því að endurbætur á heimreið við Urriðavöll væru hafnar eftir mikla efnisflutninga úr Urriðaholti á síðustu mánuðum. Gert er ráð fyrir að þeim framkvæmdum ljúki á næstu vikum og vonandi áður en Urriðavöllur opnar.


Ný teigmerki
Ingi Þór greindi fundargestum einnig frá því að tekin verða í noktun ný teigmerki á Urriðavelli í sumar. Sú breyting verður að í stað lita á teigmerkjum þá verða tölur sem endurspegla lengd vallarins af viðkomandi teig. Þessi breyting er gerð með það markmiði að breyta hugarfari kylfinga um karla- og kvennateiga. Kylfingar verða frekar hvattir til að leika af teigum sem hentar þeirra leik og högglend. Vonast er til að þessi breyting muni auka ánægju og upplifun kylfinga af því að leika golf. Búið er að leggja drög að nýjum teigmerkjum GO og voru þau kynnt á fundinum en teigmerkin verða í stíl við stuðlaberg.

Að auki var farið yfir félagsstarfið sem er framundan í sumar, mótamál, og rástímamál en þar var farið yfir þær leiðir sem færar eru til að bæta nýtingu á Urriðavelli. Fyrir þá sem misstu af fundinum þá má nálgast glærur frá fundinum með því að smella hér.

< Fleiri fréttir