09/11/2021
Við höfum lokað okkar almennu golfvöllum, Urriðavelli og Ljúflingi en höfum sett upp vetrarvöll á holum 10 – 18 á Urriðavelli sem félagsmenn í fullri aðild og Ljúflingsfélögum er velkomið að nýta í vetur.
Ákveðnar vetrarreglur eru í gildi og við ítrekum mikilvægi þess að farið sé eftir þeim til að forðast skemmdir á grasi sem skiljanlega er viðkvæmt yfir vetrartímann.
Æfingasvæðið/básarnir okkar á Lærlingi eru að sjálfsögðu opnir í vetur og það svæði er opið öllum. Kaupa þarf boltakort eða pening í golfskála sem almennt er opinn virka daga frá 9 – 16.
Við erum að klára uppsetningu á posa við boltavél sem væntanlega verður klár í nóvember og þá verður hægt að kaupa staka körfu á staðnum.
VETRARREGLUR
Holur 10 – 18 á Urriðvelli eru opnar en í gildi eru neðangreindar reglur:
Sérreglur á Urriðavelli varðandi vetrarspil.