18/07/2017
Hingað á klakann eru komnir góðir gestir sem allir hafa getið sér gott orð í golfheiminum á ýmsan hátt en þeir Mark Crossfield, Coach Lockey og Jacob Sjöman eru mættir til landsins á vegum GO, GK og GBR. Fyrir þá sem ekki þekkja til þeirra má segja frá því að Mark Crossfield heldur úti youtube rás þar sem hann vinnur efni með kylfingum á borð við Justin Rose, kynnir og prófar nýjar golfkylfur, vinnur kennsluefni ásamt því að búa til skemmtilegt efni frá heimsóknum á golfvelli um allan heim. Coach Lockey er golfkennari sem unnið hefur mikið með Mark Crossfield . Jacob Sjöman er ljósmyndari og hefur hann unnið sér inn orðspor sem einn af bestu golfmynda ljósmyndurum í heiminum og hefur hann unnið mikið fyrir golfblaðið Golf Digest, Volvo og SAS.
Hægt er að skoða efni frá þeim á youtube rás Mark Crossfield en þeir eru strax farnir að birta efni frá heimsókn sinni til landsins sem hófst í gær.
Hér er einnig hlekkur á heimasíðu Sjöman
Heimasíða Jacob Sjöman – ljósmyndara