• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Viðtöl í Seinni Níu við formann GO, nýráðinn framkvæmdastjóra og Rögnvald golfkennara

Fyrir um ári síðan hófst vegferð Seinni Níu sem er hlaðvarp um golf í þágu þjóðar í umsjón Loga Bergmann & Jóns Júlíusar Karlssonar.
 
Í dag hafa litið dagsins ljós 51 þáttur þar sem viðmælendur koma víða að úr þjóðfélaginu en ávallt með tengingu á einn eða annan hátt við golf. Nýjasti viðmælandi þeirra félaga er Haraldur Haraldsson sem er að taka við sem framkvæmdastjóri GO og Urriðavöllur hefur almennt fengið gífurlegt lof viðmælenda og hér fyrir neðan eru hlekkir á viðtal við formann GO Kára Sölmundarson og svo viðtal við einn vinsælasta golfkennara landsins okkar eina sanna Rögnvald Magnússon.
 
Fleiri  félagsmenn okkar hafa svo mætt í hlaðvarpið og má þar helst nefna Bjarna Benediktsson fyrrverandi ráðherra, Vernharð Þorleifsson fyrrverandi Júdókappa, Damir Muminovic knattspyrnumann, Bjarni Þór Ólafsson hjá Golfstöðinni og Hjörvar Hafliðason sem þekktur er sem Dr. Football. 

Þeir sem ekki hafa kynnst þessu hlaðvarpi geta nálgast það á Spotify og við getum 100% mælt með þessum þáttum og færum þeim félögum Loga og Jóni þakkir fyrir þeirri framtak. 

 
 
 
 
 
 
 
< Fleiri fréttir