• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Villibráðarkvöld á Urriðavelli

LUX veitingar ætla að standa fyrir glæsilegu villibráðarkvöldi á Urriðavelli, föstudagskvöldið 18. október. Hægt er að panta í síma 770 – 0401 eða á netfangið veitingar@luxveitingar.is, einungis 50 sæti eru í boði, þannig að fyrstur bókar fyrstur fær.
Félagsmönnum er að sjálfsögðu velkomið að bjóða með sér góðum gestum enda viljum við fylla húsið. 

Eins og félagsmenn þekkja tóku matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson við rekstri veitinga á Urriðavelli í sumar og þar eru á ferðinni landsliðskokkar sem hafa unnið til ýmissa verðlauna undanfarin ár. Hægt er að kynna sér létt ágrip á þeirra sögu hér neðar í póstinum en hérna er matseðill kvöldsins og óhætt er að segja að hann sé glæsilegur.  Við hvetjum okkar félagsmenn til að bóka sig og eiga yndislegt kvöld í golfskálanum á Urriðavelli. 

Verð á mann: Matur 11.000,- (með sérvöldum vínum 20,000,-)

Nánari tímasetning á því hvenær húsið opnar verður sett hér inn fljótlega en um að gera að bóka sig.

MATSEÐILL KVÖLDSINS

Villibráðarsúpa, koníak & einiber
Gæsalifur & Grillað brauð
Reykt gæs, toffie rauðrófur, heslihnetur
(Pinot Gris Réserve, Domaine Trimbach, Frakkland)  


Villtur lax, jarðskokkar & dill
Hörpuskel úr Breiðafirði, andaregg & kavíar
(Montes Sauvignon Blanc Reserva, Chile) 

Hreindýr, trufflur & aðalbláber
Hreindýra tataki, macadamia hnetur & soya
(Louis M Martini Cabernet Sauvignon Napa, USA)

Stokkönd, kartöflukrem, grillaðir laukar & andagljái
Andalifur, kartöflur & perur
Andalæri & villisveppir
(Tenuta Sant ´Antonio Valpolicella Monti Garbi Ripasso, Ítalía)

Hvítsúkkulaði, ástarpungar & karamella
Lakkrís, möndlur & mysa
(Graham´s LBV Portvín, Portúgal)

Hinrik og Viktor lofuðu okkur því að villibráðin ætti ekki uppruna á Urriðavelli þó þeir hafi sést í holtinu við 18. flötina.

Viktor Örn Andrésson
Viktor er fæddur 1984 og búin að vera lengi meðal fremstu matreiðslumanna Íslands. Eftir að hann útskrifaðist fór hann til Frakklands að vinna á einnar stjörnu Michelin veitingahúsi. Hann var yfirmatreiðslumaður í 5 ár á veitingastaðnum Lava – Bláa lóninu, auk þess að hafa verið tengdur fleiri veitingastöðum á Íslandi. Hann hefur starfað með og þjálfað kokkalandslið Íslands í tveimur keppnum. Vann titilinn Kokkur Íslands 2013, vann Nordic Chef Of The Year 2015 ásamt því að vinna til margra annara verðlauna í erlendum keppnum, þar ber hæst bronsverðlaun í Bocuse d´or 2017. Viktor hefur einnig rekið veiðihús á vegum Stangveiðifélags Reykjavíkur undanfarin 3 ár.

Hinrik Örn Lárusson
Hinrik er fæddur 1996, hann er einnig meðal fremstu matreiðslumanna Íslands í dag og starfaði í nokkur ár á Grillinu. Hinrik starfaði um tíma sem einkakokkur á Englandi og starfaði einnig í nokkra mánuði á Michelin veitingahúsi í Frakklandi. Meðal afreka hans er að hann var valinn matreiðslunemi Íslands 2015 og unnið til fleiri verðlauna erlendis, núna síðast 1.sæti í Evrópskri matreiðslukeppni í Grikklandi. Hinrik var umsjónamaður aðalrétta með kokkalandsliðinu 2018 þar sem þeir unnu til gullverðlauna. Hinrik var einnig aðstoðarmaður Viktors í Bocuse d´or árið 2017 þar sem þeir unnu til bronsverðlauna.

< Fleiri fréttir