• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vinavellir 2017

Golfklúbburinn Oddur fjölgar vinavöllum í ár og skemmtilegt er frá því að segja að í ár förum við ekki bara aðeins út fyrir borgarmörkin þar sem Vestmannaeyjar og Akureyri bættust við heldur erum við að bjóða upp á vinavöll í Skotlandi sem er aldeilis skemmtileg nýjung. Golfklúbburinn Oddur hefur samið við Craigielaw Golf Club í Skotlandi og þar býðst félagsmönnum að leika þrjá hringi án greiðslu en þó þarf beiðni að berast frá okkur um komu félagsmanna og því þarf tilkynning að berast okkur áður en haldið er á nýjar slóðir. Það verður gaman ef einhverjir nýta sér Craigielaw í sumar og við munum bera ykkur fréttir af því. Að öðru leiti eru eftirfarandi vellir vinavellir okkar núna í ár og hægt að leika þá alla á vinavallarkjörum ef þeir eru opnir. 

  • Golfklúbbur Grindavíkur – Húsatóftavöllur, sími 426-8720 (2000 kr.)
  • Golfklúbbur Suðurnesja – Hólmsvöllur, sími 421-4100 (2000 kr.)
  • Golfklúbburinn Borgarnesi -Hamarsvöllur, sími 437-2000 (2000 kr.)
  • Golfklúbburinn Leynir Akranesi – Garðavöllur, sími 534-0201 (2000 kr.)
  • Golfklúbburinn Hellu – Strandavöllur, sími 487-8208 (1600 kr.)
  • Golfklúbburinn Þorlákshöfn – Þorlákshafnarvöllur, sími 483-3009 (1600 kr.)
  • Golfklúbburinn Geysir – Haukadalsvöllur, sími 893-8733 (1500 kr.)
  • Golfklúbburinn Glanni við Bifröst-Glannavöllur, sími 435-0014 (1200 kr.)
  • Golfklúbbur Akureyrar – Jaðarsvöllur, sími 462-2974 ( 4000 kr. ) NÝR INN 2017
  • Golfklúbbur Vestmannaeyja – Vestmannaeyjavöllur, sími 481-2363 ( 3500 kr. ) NÝR INN 2017
  • Craigielaw Golf Club (SKOTLANDI) – 3 hringir gjaldfríir en óska þarf eftir bréfi frá Golfklúbbnum Oddi til þeirra með tilkynningu um komu félagsmanna. NÝR INN 2017,  Heimasíða Craigielaw

 

 

 

Félagar í Golfklúbbnum Oddi greiða ofangreind flatargjöld á þessum völlum, muna að sýna félagsskírteini og virða vallarreglur á þessum golfsvæðum. 

Það er von okkar að framboð vinavalla sumarið 2017 uppfylli óskir félagsmanna Golfklúbbsins Odds og að þeir muni eiga góðar stundir á frábærum golfvöllum.

 

< Fleiri fréttir