• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vinavellir Golfklúbbsins Odds 2016

Golfklúbburinn Oddur hefur gengið frá samninginum varðandi vinavelli fyrir sumarið 2016. Áfram verða sömu vinavellir og síðastliðið sumar og eru þeir eftirfarandi:

Golfklúbbur Borgarness – Hamarsvöllur
Golfklúbburinn Geysir – Haukadalsvöllur
Golfklúbburinn Glanni við Bifröst – Glannavöllur
Golfklúbbur Grindavíkur – Húsatóftavöllur
Golfklúbburinn Hellu – Strandavöllur
Golfklúbburinn Leynir, Akranesi – Garðavöllur
Golfklúbbur Þorlákshafnar – Þorlákshafnarvöllur

Golfklúbburinn Oddur er stoltur af því að geta boðið félagsmönnum sínum upp á að leika fyrrgreinda golfvelli á hagstæðum kjörum golfsumarið 2016. Félagar í Golfklúbbnum Oddi greiða flatargjald að upphæð kr. 1.000 – 2.000 eftir því hvaða völl um ræðir. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér vinavelli GO í sumar og geta félagar hafið leik á fyrrgreindum völlum frá opnun þeirra í vor.

< Fleiri fréttir