16/11/2017
Föstudagskvöldið 24. nóvember næstkomandi stendur félagsnefnd GO í samstarfi við einn öflugasta víninnflytjanda landsins Globus hf, fyrir vínsmökkun/vínkynningu í golfskálanum á Urriðavelli
Um er að ræða frábæran viðburð fyrir félaga í GO sem hefst kl. 20:00 og stendur fram eftir kvöldi. Verði er stillt í hóf og aðeins kostar 1500 kr. inn á þennan spennandi viðburð.
Globus býður viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytt vöruúrval í hæsta gæðaflokki og afbragðs þjónustu undir kjörorðinu „Heimur gæða“ og á kynningunni hjá okkur verður boðið uppá sérvalin veisluvín fyrir hátíðina sem er framundan. Hægt er að skoða úrval vína frá þeim á glæsilegri heimasíðu þeirra www.globus.is
Til að halda utan um mætingu sem er takmörkuð við ákveðinn sætafjölda óskum við eftir því að skráning á viðburðinn sé send á netfangið svavar@oddur.is fyrir 23. nóvember.
Framundan er því spennandi kvöld fyrir vínunnandann og einnig alla þá sem vilja viða að sér aukinni þekkingu um vín.
Með von um góða þátttöku,
Félagsnefnd GO