09/11/2018
Á síðasta ári hélt félagsnefnd Golfklúbbsins Odds í samstarfi við Globus hf glæsilega vínkynning þar sem Kári Ellertsson frá GLOBUS fræddi hópinn um sérvalin vín af sinni alkunnu snilld. Núna ætlum við að endurtaka leikinn með stuttum fyrirvara en lofum því að þó þið þurfið að færa til í dagskránni ykkar þá er það vel þess virði.
Globus býður viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytt vöruúrval í hæsta gæðaflokki og afbragðs þjónustu undir kjörorðinu „Heimur gæða“ og á kynningunni hjá okkur verður boðið uppá sérvalin veisluvín fyrir hátíðina sem er framundan. Hægt er að skoða úrval vína frá þeim á glæsilegri heimasíðu þeirra www.globus.is
Til að halda utan um mætingu sem er takmörkuð við ákveðinn sætafjölda óskum við eftir því að skráning á viðburðinn sé send á netfangið svavar@oddur.is fyrir miðvikudaginn 14. nóvember.
Framundan er því spennandi kvöld fyrir vínunnandann og einnig alla þá sem vilja viða að sér aukinni þekkingu um vín því Kári er alvöru sérfræðingur á þessu sviði.
Með von um góða þátttöku,
Félagsnefnd GO