• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vínsmökkun fyrir félaga GO á Urriðavelli

Golfklúbburinn Oddur mun í samstarfi við Vífilfell standa fyrir vínsmökkun þann 19. nóvember næstkomandi í golfskálanum á Urriðavelli. Um er að ræða frábæran viðburð fyrir félaga í GO til að kynna sér framandi heim vínsins.

Lögð verður áhersla á að kynna fólki muninn sem er á milli mismunandi vínþrúga (vínberjategunda) og muninn á þeim milli landa og heimsálfa. Einnig fara vínsérfræðingar yfir það hvernig vín henta best með ákveðnum mat o.s.frv. Spennandi kvöld fyrir vínunnandann og einnig alla þá sem vilja viða að sér aukinni þekkingu um vín.

Vínsmökkun GO 2015 hefst kl. 20:00 í golfskálanum á Urriðavelli þann 19. nóvember og stendur fram eftir kvöldi. Verði er stillt í hóf og er aðeins 2.500 kr.- Skráning á viðburðinn fer fram hér að neðan.

< Fleiri fréttir