• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

„Völlurinn lítur ágætlega út,“ segir vallarstjórinn

„Völlurinn lítur ágætlega út en hvernig völlurinn verður snemma í sumar fer algjörlega eftir veðurfari á næstu vikum. Veðurspá næstu daga lítur vel út og vonandi fáum við milt og gott vor,“ segir Tryggvi Ölver Gunnarsson, vallarstjóri á Urriðavelli.

Klaki og snjór er að mestu farinn af Urriðavelli. Vallarstarfsmenn unnu sleitulaust að því í vetur að brjóta upp klaka til að koma í veg fyrir skemmdir í flötum. Sú vinna er að skila sér því margar flatir líta vel út.

„Þetta kom vel út en það eru auðvitað einhverjar skemmdir í flötunum þó þær séu minni en oft áður. Það eru aðallega flatir sem liggja í hrauðjaðrinum sem hafa orðið fyrir einhverjum skemmdum. Það eru einnig skemmdir í nokkrum brautum og það var viðbúið.“

Vatn yfir Ljúflingi

Stórt vatn er núna yfir Ljúflingi og hluta úr 11. og 14. braut. Búsast má við að vatnið hverfi fljótlega þegar frost fer úr jörðu.

„Þegar frost fer úr jörðu þá gerist þetta hratt. Vatnið gæti verið horfið einn daginn. Við fylgjumst vel með veðurspá og erum vongóðir um framhaldið. Það má þó lítið út af bregða og erum smeykir við hvassa norðanátt sem gæti haft slæm áhrif. Við horfum bjartsýnir til sumarsins,“ segir Tryggvi Ölver.

Tryggvi Ölver Gunnarsson 2015

Tryggvi Ölver Gunnarsson, vallarstjóri á Urriðavelli.

< Fleiri fréttir