• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vorferð kvennanefndar 19. maí

VORFERÐ Í ÖNDVERÐARNES 19. MAÍ, 2017

Kæru Oddskonur!

Við förum og spilum á Öndverðarnesvelli að þessu sinni.

Mæting er kl. 11.30 þann 19. maí við bílastæðið sunnan við verslunarmiðstöðina í Smáralind í Kópavogi (þar sem inngangurinn í Debenhams verslunina var).

Á Öndverðarnesvelli verður ræst út af öllum teigum kl. 14.00. 

Það verður að sjálfsögðu mikið gaman og glens í ferðinni, eins og okkur er einum lagið.  Spilað verður 4 manna Texas Scramble.

Verð kr. 8.500,-

Innifalið er rútan fram og til baka, teiggjöf, vallargjald, ljúffengur lambaréttur og meðlæti, kaffi og kaka á eftir.  Verðlaunaafhending eftir mót og dregið úr skorkortum.

Skráning er á Golf.is eða með tölvupósti á engilberts@simnet.is.  Munið að skrá nafn og kennitölu.

Staðfestið þátttöku með greiðslu inn á reikning: 526-14-405012,  kennitala: 300449-2209.

Ef einhverjar vilja EKKI far með rútunni, þá látið okkur vita, svo ekki þurfi að bíða eftir þeim sem fara á eigin bíl. – Sama verð fyrir alla.

Hlökkum til að sjá ykkur allar.

Kvennanefnd

Golfklúbbsins Odds

< Fleiri fréttir