• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vorferð Oddskvenna til La Sella á Spáni

Kvennanefnd GO í samstarfi við Golfsögu og Aventura hafa ákveðið að skella í vorferð kvenna til Spánar á
DENIA MARRIOTT LA SELLA GOLF RESORT & SPA ***** HÓTELIÐ

Margir félagsmenn ættu að þekkja það svæði enda höfum við farið í tvær skipulagðar ferðir þangað og hótelið var gott fyrir en var allt endurnýjað árið 2019.  

La Sella völlurinn er þrjár ólíkar 9 holu lykkjur eða samtals 27. Vellirnir eru mjög ólíkir og fjölbreyttir. Að sjálfsögðu verður áherslan lögð á skemmtilegt golf, samveru og einnig er stefnt á að setja upp einhver mót í ferðinni með allskonar fyrirkomulagi.
 

19.APRÍL – 26.APRÍL, 7 NÆTUR

DENIA MARRIOTT LA SELLA GOLF RESORT & SPA ***** HÓTEL
o Tvíbýli: 269.900kr á mann
o Einbýli: 299.000kr á mann

Innifalið: beint flug með PLAY á Alicante, ferðir til og frá hóteli, gisting með morgun og kvöldverð, drykkir með kvöldverð innifalið, ótakmarkað golf með kerru, fararstjórn

Á La Sella er hægt að fá golfbíla (ca. 25 EUR) og einnig rafmagnskerrur (ca. 13 EUR)

Hér má sjá nánari upplýsingar um hótelið og golfvöllinn: https://aventura.is/is/lasella

Til að tryggja sér sæti í þessari spennandi ferð þarf að skrá sig í síðasta lagi 5. desember n.k. og sem fyrr gildir – „fyrst kemur fyrst fær“

Í skráningarforminu er mikilvægt að skrifa nafnið eins og það er skráð í vegabréfið ykkar.

Vinsamlegast takið einnig fram ef þið veljið tvíbýli með hverri þið ætlið að vera í herbergi.

ÞIÐ SKRÁIÐ YKKUR HÉR: https://forms.gle/n3Z11S3Gi5gEzTU39

Staðfestingargjald greiðist síðan til Aventura þegar bókunarstaðfesting berst ykkur í tölvupósti.


Kær kveðja,
Kvennanefndin

< Fleiri fréttir