21/04/2017
Vorfundur Golfklúbbsins Odds fer fram laugardaginn 22. apríl í klúbbhúsinu á Urriðavelli.
Húsið opnar kl. 9:30 og verður boðið upp á léttan morgunverð og kaffi.
Fundurinn hefst svo stundvíslega kl. 10:00.
Elín Hrönn Ólafsdóttir, formaður GO, mun stýra fundinum og verður fundargestum gefið tækifæri til að koma með spurningar og ábendingar um starf GO. Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna og taka virkan þátt í félagsstarfi klúbbins.
Á fundinum verður farið yfir þau mál sem framundan eru í starfi klúbbsins. Meðal þess sem er á dagskrá fundarins er eftirfarandi:
– Vallarframkvæmdir,
– Bygging vélageymslu
– Staðan á skipulagsmálum og stækkun vallarins
– Opnun vallar
– Vinavellir GO 2017
– Hvað er framundan í félagsstarfi
– Önnur mál
kv. Stjórn GO