• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vorfundur Oddskvenna

Það var glæsilegur hópur kvenna sem mætti á fyrsta sumarviðburð kvennanefndar sem er árleg kynning á starfi sumarsins.

Halla Bjarnadóttir formaður kvennanefndar stiklaði á stóru yfir þá viðburði sem framundan eru og næst ættu konurnar að undirbúa ferðalag á Akranes þar sem vorferð kvenna verður þetta árið þann 24. maí. Meðal stærri viðburða sumarsins eru svo árleg vinkvennamót og meistaramót GO en hægt er að kynna sér dagskrá sumarins á síðu kvennanefndar undir liðnum félagsstarf hér á síðunni.

Nýir veitingaaðilar GO frumsýndu matseðla sína og buðu upp á smakkseðil sumarsins sem í boði verður og vakti hann gífurlega lukku og smakkaðist allt frábærlega að sögn þeirra sem fylltu borðin af veigum. Annar af rekstaraðilum Öðlings Mathúss, Hinrik Örn sagði aðeins frá því sem þeir ætla að töfra fram í sumar og það er öruggt að það verður gífurlega spennandi matarsumar hér í golfskálanum og vonandi golfsumar líka.

Að lokum var árleg tískusýning kvennanefndar og góðra aðstoðarkvenna, við látum nokkrar myndir frá kvöldina klára fréttina.

< Fleiri fréttir