18/04/2018
HREINSUNARDAGUR VIÐ GOLFSKÁLANN OG Í NÆRUMHVERFI
Við ætlum að enda laugardaginn 21.apríl á vorhreinsun á svæðinu í kringum golfskálann og við æfingasvæðið og næsta umhverfi. Það er annar hver maður á landinu farinn að “Plokka” ef mark er takandi á samfélagsmiðlum og því vonum við að okkar félagsmenn séu meðvirkir og mæti og hreinsi og plokki á Urriðavelli um helgina.
Við miðum við að byrja að hreinsa klukkan 13:00 en að sjálfsögðu geta þeir sem ekki ætla í göngu hafið létt störf strax að loknum vorfundi. Eftir að hafa tekið til hendinni og fegrað umhverfið á Urriðavelli verður boðið í létt grill.
Þátttakendur í vorhreinsunardegi GO eru hvattir til að koma mæta útbúnir fyrir garðyrkjustörf og taka með sér hanska. Þeir sem hafa tök á því að taka með sér verkfæri gróðurhreinsunarverka (s.s. rökur fyrir arfa o.s.frv.) eru beðnir um að gera það.