30/05/2020
Það er komið að fyrsta opna móti sumarsins á Urriðavelli sem allur er að lifna við og mun svo sannarlega taka vel á móti kylfingum í sumar. Mótið er haldið laugardaginn 6. júní, rástímar frá 8:00 – 16:00 og skráning er á golfbox en þar sem mótakerfið er ekki alveg komið á þann stað sem við vildum sjá það svona í upphafi sumars þá er þeir annmarkar í gangi að hver leikmaður getur bara skráð sjálfan sig. Af þeim sökum biðjum við ykkur endilega að hafa samband í síma 585-0050 og drengir í afgreiðslunni á Urriðavelli aðstoða ykkur við að skrá ykkar meðspilara.
Verðlaun verða veitt í höggleik og punktakeppni, keppendur geta ekki unnið í báðum flokkum en geta að sjálfsögðu náð í eitthvað af þeim verðlaunum sem í boði verða á ýmsum brautum vallarins. Það er að sjálfsögðu þannig í ár eins og fyrri ár að keppendur fá teiggjöf frá ZO-ON ásamt því að innifalið í mótsgjaldi er máltíð að leik loknum á Öðlingi Mathúsi.